Stysta, fljótlegasta og ódýrasta leiðin til Hornstranda er frá Bolungarvík með farþegabátnum Hesteyri ÍS 95.


Farþegabáturinn Hesteyri ÍS 95 í legurfærum á Hesteyri

Siglingaáætlun:

BrottfararstaðurÁfangastaðurVerðMánudÞriðjudMiðvikudFimmtudFöstudLaugardSunnudBóka
BolungarvíkHesteyri10.9009:30 & 17:009:30 & 17:009:30 & 17:0017:009:30 & 17:0017:00Bóka
BolungarvíkVeiðileysufjörður12.9009:3017:0017:00Bóka
BolungarvíkLónafjörður13:9009:30Bóka
BolungarvíkHrafnfjörður15.9009:30Bóka
BolungarvíkFlæðareyri12.9009:30Bóka
BolungarvíkHöfðaströnd12.9009:30Bóka
BolungarvíkGrunnavík10.9009:3017:00Bóka
BolungarvíkSlétta10.9009:3017:009:30Bóka
BolungarvíkAðalvík11.9009:309:30Bóka
BolungarvíkFljótavík13.9009:30Bóka
BolungarvíkHlöðuvík15.9009:30Bóka
BolungarvíkHornvík16.9009:30Bóka
BolungarvíkJökulfjarðarhringur17.9009:30Bóka

Hornstrandaferðir Hauks Vagnssonar er eins og nafnið gefur til kynna reknar af Hauki Vagnssyni. Haukur er sonur hjónanna Birnu Hjaltalín Pálsdóttur eiganda og verts í Læknishúsinu á Hesteyri og Vagns Margeirs Hrólfssonar skipstjóra sem fæddist á Hesteyri. Fjölskylda Hauks á tvö hús á Hesteyri, Læknishúsið og Skólann þar sem þau hafa notið sumarleyfa ár hvert undanfarna hálfa öld.  Þess vegna liggja rætur Hauks þangað.

Haukur hóf siglingar árið 2012 á Hesteyri ÍS 95 sem hann sérhannaði til farþegaflutninga.  Áður hafði hann flutt ferðamenn og aðra gesti með föður sínum allt frá sex ára aldri eða frá árinu 1973. Haukur gerþekkir því svæðið og hefur mikla reynslu af siglingum um Hornstrandir.

Hornstrandaferðir Hauks Vagnssonar gera út frá Bolungarvík.  Gengið er um borð í bátinn frá farþegarbryggjunni við Lækjarbryggju sem staðsett er beint fyrir neðan Olís-verslun og Einarshús.

Ein aðalástæða þess að Hornstrandaferðir sigla frá Bolungarvík er sú staðreynd að það er styst, fljótlegast og ódýrast að sigla til Hornstranda frá Bolungarvík. Siglingaleiðin getur verið allt að þriðjungi styttri frá Bolungarvík en frá t.d. Ísafirði.

Hornstrandaferðir Hauks Vagnssonar
Lækjarbryggju
415 Bolungarvík
Sími 862-2221
Email: haukur@hornstrandaferdir.is