Ef Vestfirðir eru áfangastaðurinn þá erum við þjónustuaðilinn sem þig vantar. Við erum staðsett á Ísafirði og sjáum um sölu og bókanir í alla afþreyingu, dagsferðir, bátaáætlun til Hornstranda og lengri ferðir sem í boði eru á svæðinu. Vinsælustu dagsferðirnar okkar eru heimsókn í eyjuna Vigur og heimsókn til yfirgefna þorpsins á Hesteyri. Einnig kjósa margir að fara í hestaferðir, hvalaskoðun, leigja kajak eða hjól eða fara í jeppaferð. 

Sala farmiða í Hornstrandabáta
Hornstrandir eru ekki í alfaraleið og til að komast þangað þarf að ferðast með bát. Vesturferðir selja miða í áætlunarferðir til friðlandsins frá Ísafirði með Sjóferðum og Borea Adventures. Við leggjum mikla áherslu á það, að allir birgjar okkar séu með öll tilskilin leyfi og tryggingar og sýni fagmennsku í sínu starfi.

Við bjóðum hópum þjónustu varðandi skipulagningu Hornstranda heimsókna og getum hjálpað með að sérsníða bátaplan, trúss og gönguferðir með leiðsögn um Hornstrandir. Við hvetjum þig til að hafa samband við okkur og við setjum saman sérsniðna ferðatillögu og verðtilboð.

Skipulagning ferða fyrir farþegar skemmtiferðaskipa

Ísafjörður tekur á móti fjölda skemmtiferðaskipa ár hvert og er þriðja vinsælasta höfn landsins. Vesturferðir ehf. hefur verið í fararbroddi með þróun og skipulagningu ferða fyrir farþegana um borð og er það mikilvægur þáttur í starfsemi fyrirtækisins. Í þeim ferðum sem við bjóðum leggjum við áherslu á að nýta þjónustu sem flestra á svæðinu og tryggja dreifingu tekna inn í nærsamfélagið.